Færslur frá 8. apríl 2008

8. apríl 2008

rólegheit í sveitinni

Já það er nú meiri rólegheitin hér í sveitinni alltaf ekkert að gerast og bara lífið gengur sinn vanagang. En ég tók mig til í dag að þrífa stigagangin hjá mér í dag eftir hundinn því það var rifinn gólfdúkur út um allt. Já og viti menn haldið þið ekki að maður sé byrjaður að borða hollan mat spelt pasta með grænmeti og trópí að drekka með já já kraftaverkin gerast sko enn í mínu lífi.Svo er aldrei að vita nema maður taki göngutúr á eftir. En jæja nóg af bulli núna.

kveð að sinni heilsufríkin

Ummæli (4) | Hafrún

Smá byrjendavandamál

Það þurfti víst að samþykkja öll comment á bloggið svo að kommentið frá Álfheiði við mína færslu hérna niðri kom ekkert inn. Ég breytti þessu svo að nú ætti það að koma sjálfkrafa.

En allavega hún býr við alvarlega fötlun, eins og hún segir í commentinu, svo að ég ákvað bara að breyta í einhvern annan bakgrunn. Ómögulegt að vera að blogga fyrir pussuna í Berlín sem getur svo ekki lesið þetta…

Ég bætti líka við svona flokkadrasli. Þannig að þegar þið skrifið blogg veljið þið vinstra megin hver er að skrifa :)

Ég var að koma af næturvakt og er að kálast úr þreytu. Klukkan er 9 og ég á að mæta í skólann klukkan 10 og vera til 4, mæta svo á námskeið klukkan 17-21 og svo aftur í vinnuna klukkan 23 15. Ég ætla að sleppa því að mæta í skólann og mæta bara á námskeiðið og vinnu. Er ekki alveg að meika að vaka í 40 tíma.

Kv. Sísí

Ummæli (0) | Sísí