8. apríl 2008

rólegheit í sveitinni

Já það er nú meiri rólegheitin hér í sveitinni alltaf ekkert að gerast og bara lífið gengur sinn vanagang. En ég tók mig til í dag að þrífa stigagangin hjá mér í dag eftir hundinn því það var rifinn gólfdúkur út um allt. Já og viti menn haldið þið ekki að maður sé byrjaður að borða hollan mat spelt pasta með grænmeti og trópí að drekka með já já kraftaverkin gerast sko enn í mínu lífi.Svo er aldrei að vita nema maður taki göngutúr á eftir. En jæja nóg af bulli núna.

kveð að sinni heilsufríkin

4 ummæli við “rólegheit í sveitinni”

 1. Ella Dís ritar:

  VELKOMIN Í HEIM BLOGGSINS, ÉG VISSI AÐ ÞÚ GÆTIR ÞETTA MÍN KÆRA!!!!!…..

  Nákvæmlega, halelúja Hafrún með þrifnaðar-æðið ;)
  Stendur þig vel, veit að kallinn hefur háan skítastuðul alveg eins og minn og svo fáum við hvolp á föstudaginn og úps hvað ætli verði þá um heimilið???
  ………..heyrðu, ég er farin að gera hernaðarþrifnaðarplan!!!

  Sjáumst á morgun

 2. Ella Dís ritar:

  p.s ég bætti link að síðunni þinni frá síðunni minni ;)

 3. Sísí ritar:

  Þú ferð bara að verða kosin öflugasti bloggarinn. Það er alveg mikið sem gerist í sveitinni.

 4. Ella Dís ritar:

  Gaman væri að fá nýjustu fréttir úr sveitinni ;)

  kveðja úr BORG ÓTTANS!!!!!!!