Færslur frá 15. apríl 2008

15. apríl 2008

reykjarvíkurferð

jæja þá er að koma að því að ég komi í rvk með múttu minni og já ég skil grislingana eftir hjá óskari og ættla að kíkja kannski bara í bíó. Ég er náttúrulega orðin svo gömul að ég kem ábyggilega með teygjubindi á báðum því gigtin er alveg að fara með mann. Annars var maður bara að mála aðeins í dag og gera endanlega útaf við sig en svona er þetta hlutirnir gerast ekki sjálfir. já og svo þegar sísi var að tala um celtic cross vá hvað komu ekki upp góðar minningar frá þeim stað því þegar ég var að fagna 20 ára afmælinu mínu flaug ég svo hrottalega á hausinn fyrir utan staðinn þegar við vorum að fara af honum og ég varð eins og fílamaðurinn ef þþið skilduð vera búin að gleyma því já það er ekki að ástæðulausu að ég er óvirkur alki í dag og bullandi AA manneskja hehehehehe þsnnig að ég skála við ykkur í malti

hafið það gott elskurnar og guð veri með ykkur.

alltaf bullandi hamingja hér

kveðja haffa

Ummæli (1) | Hafrún

jæja stelpur

Dóran er búin að ver sick í tvo daga búin að drulla upp á bak.  Ég er farin að tala mikið við sjálfa mig því ég er ekki mikið búin að sofa, en ég er nú samt með slatta af gleði.  Fór í partý á laugardaginn með fullt af liði frá Vestmanneyjum og ég varð aldrei almenilega full þanig ég fór heim kl 2:00 einginn sleikur hjá mér þessa helgi eins og hjá Sísí.

Ég var að heyra það að fólk væri víst alveg að fara af límingunum yfir bandi hans bubba fokk pípól get a life.

Ég fór með drekann í skoðun í seinustu viku og ég fék bara grænanmiða því skoðunar fíblið var ekki að fíla nýju sport útgáfuna af bílnu.

Og halló Fólk er líka að fríka út útaf Blöndt dúdanum sem er að koma það er sama liði sem fer á þetta og elskara MC neger

Ljóð dagsins fyrir ykkur pussur

Prump og piss 2005  
Menn arta tíðum prump og piss
og pæla ekkert í hvernig fer.
Það er ekki nóg að vera viss,
þú verður að standa “sikker.”

Einar Sigfússon.
1942-

 

Ummæli (1) | Dóra

Hæ alles

Vá hvað þetta er fín mynd. Ég man bara alls ekkert eftir því að Hafrún hafi verið á staðnum þegar hún var tekin ;)

Það var svaka djamm hjá mér um helgina. Á föstudeginum fór ég út með frænkum mínum. Það var rosa gaman. Byrjuðum á kofanum og fórum svo á Celtic. Þar fór ég í sleik og stakk af. Á leiðinni heim hitti ég danska hermenn sem voru í höfn í Reykjavík. Þegar þeir sögðu mér að þeir væru danskir brá ég sko heldur betur á leik og talaði þessa rosalega reiprennandi dönsku með hreim og alles. Þeir voru bara what… ert þú frá Íslandi, ertu viss um að þú sért ekki dani???? Þeir buðu mér svo að vera skipamella daginn eftir og kíkja á skipið til sín og drekka frítt. Hermenn eru bara svo helvíti sexy að ég hefði sko aldeilis labbað út með almannagjána á milli lappanna hefði ég farið. Svo ég sleppti því bara.

Á laugardeginum var ég svo ein heima. Hafdís, Steinunn, Gunni og Helga kíktu við. Ég og Hafdís vorum að fá okkur í glas og vorum ekkert rosalega fullar þegar við komum niðrí bæ. Helga keyrði okkur á Celtic Cross. Það var ekkert rosalega mikil gleði niðrí bæ til að byrja með en svo hitnaði bara aldeilis í kolunum. Kellingin var með rauðglóandi síma, sms í tíma og ótíma frá heitum karlmönnum og þar sem ég vildi ekki gera upp á milli þeirra og velja, þá var það bara fyrstur kemur fyrstur fær. Hitti Ragga á Hressó og hann var þar með kærustunni og fleiri vinum. Gaman að hitta hann loksins og fá að sjá Raggadans. Tók nokkur dansspor með þeim og tvo snúninga. Eftir þetta mætti svo fyrsti riddarinn á svæðið og ég fór í sleik.

Lærdómurinn af þessu bloggi var sá að ég fór tvisvar í sleik um helgina og það við menn sem eru eldri en 21 árs hehehehe… Hafði bara mjög lítið að blogga um svo að þessi ómerkilegi pistill var valið.

Ummæli (3) | Sísí