15. apríl 2008

Hæ alles

Vá hvað þetta er fín mynd. Ég man bara alls ekkert eftir því að Hafrún hafi verið á staðnum þegar hún var tekin ;)

Það var svaka djamm hjá mér um helgina. Á föstudeginum fór ég út með frænkum mínum. Það var rosa gaman. Byrjuðum á kofanum og fórum svo á Celtic. Þar fór ég í sleik og stakk af. Á leiðinni heim hitti ég danska hermenn sem voru í höfn í Reykjavík. Þegar þeir sögðu mér að þeir væru danskir brá ég sko heldur betur á leik og talaði þessa rosalega reiprennandi dönsku með hreim og alles. Þeir voru bara what… ert þú frá Íslandi, ertu viss um að þú sért ekki dani???? Þeir buðu mér svo að vera skipamella daginn eftir og kíkja á skipið til sín og drekka frítt. Hermenn eru bara svo helvíti sexy að ég hefði sko aldeilis labbað út með almannagjána á milli lappanna hefði ég farið. Svo ég sleppti því bara.

Á laugardeginum var ég svo ein heima. Hafdís, Steinunn, Gunni og Helga kíktu við. Ég og Hafdís vorum að fá okkur í glas og vorum ekkert rosalega fullar þegar við komum niðrí bæ. Helga keyrði okkur á Celtic Cross. Það var ekkert rosalega mikil gleði niðrí bæ til að byrja með en svo hitnaði bara aldeilis í kolunum. Kellingin var með rauðglóandi síma, sms í tíma og ótíma frá heitum karlmönnum og þar sem ég vildi ekki gera upp á milli þeirra og velja, þá var það bara fyrstur kemur fyrstur fær. Hitti Ragga á Hressó og hann var þar með kærustunni og fleiri vinum. Gaman að hitta hann loksins og fá að sjá Raggadans. Tók nokkur dansspor með þeim og tvo snúninga. Eftir þetta mætti svo fyrsti riddarinn á svæðið og ég fór í sleik.

Lærdómurinn af þessu bloggi var sá að ég fór tvisvar í sleik um helgina og það við menn sem eru eldri en 21 árs hehehehe… Hafði bara mjög lítið að blogga um svo að þessi ómerkilegi pistill var valið.

3 ummæli við “Hæ alles”

 1. Sísí ritar:

  ohhhh ég er svo glöð yfir því að þú hafir farið í sleik við eldri menn :) det glæder mig meget…..

  hej hej sov godt vi ses i aften (måske)

 2. Steinunn ritar:

  ohhhh sísí varstu að kommenta í tölvunni minni?!???? ég gleymdi að skipta um nafn hehehehe

 3. Sísí ritar:

  lol, ég hló geggjað mikið í tíma þegar ég sá þetta… bara what hver var að bulla í mér :D