19. apríl 2008

komin heim

jjæja skvísur nú er maður komin heim í sveitina aftur eftir reykjavíkurferð með múttu. Vá ég hef bara aldrei lent í öðru eins búðarrápi í einni stuttri ferð. Það var keyrt á milli búða og reynt að gera eins mikið á einum og hálfum degi. En það var samt bara fínt að vera með kellu í bænum hún er svo hress og kát. Já ég kom heim um tíu á fimmtudagskvöldið og bara byrjaði að taka til og ganga frá vörum. Svo var maður bara að vinna og svoleiðis í gær og fór líka út með múttu. Já og ekki má gleyma því að ég á núna 5 fleiri skó en ég átti í gær mamma var nefninlega að gefa mér skó sem hún var búin að kaupa sér en vorum síðan ekki að hennta henni þannig að heppin ég og þetta eru allt svaka pæju skór og geggjað flottir sko ekkert svona kellinga skór. Svo var hún líka að gefa mér 3 buxur og eitt pils og eina skyrtu og brjóstarhaldara föt sem hún keypti í útlöndum og nennti ekki að máta og passaði síðan ekki nema skirtan hún er keypt í vera móda og þetta eru svaka pæjuföt alltaf er maður að græða ekki veitir af. Svo gaf hún mér einar buxur í reykjavík ég er farin að halda að henni finnist ég svona ílla til höfð eða eitthvað. En annars er bara allt gott að frétta hér nema Alexandra er enn lasin var komin með 40,3 kommur í gærkvöldi og ég fór með hana til læknis eftir AA fundin minn í gærkveldi bara til að láta kíkja á eyrun og svoleiðis en það er allt í lagi nema bara hiti. Já og svo má ekki gleyma því að ég er að fara að vinna í kvöld á ABBA sjóvinu í klifi er að fara að vinna í salnum og svo kannski bara kíkir maður á sjóvið og ballið þegar ég er búin að vinna og já maður þarf að vera í svöru og hvítu og algjör þjónustupíka í kvöld. en jæja nóg um þetta bull hér.

Guð veri með ykkur elskurnar og passið að hugsa vel um ykkur og hafið það gott.

kveð að sinni

Lokað er fyrir ummæli.