Færslur frá 20. apríl 2008

20. apríl 2008

búin að sofa í tvo tíma

jæja dömur mínar það er orðið langt síðan ég fór að sofa klukkan 5 vá ég fór semsagt að vinna á ABBA sjóinu í gærkveldi kl 7 og átti að vera til 11. En svo fór ein heim sem var í vinnu hjá Unni og þá spurði hún mig hvort ég nennti að vinna og mín bara ekkert mál. En viti menn þegar ég svo kom heim var ég alveg búin í fótunum enda búin að standa frá sjö um kvöldið og til 4. Gat ekki sofnað þegar ég kom heim svo vaknaði Tristan kl 7 geggjað fjör. Vá hvað fólk getur verið ógeðslega fullt og leiðinlegt bara óþolandi en svona er þetta. Í þokkabót þá kom ég angandi af áfengisfýlu heim búin að fá margar tegundir yfir mig og gaman.Skirtan mín sem er hvít fékk rauðvín yfir sig þannig að hún er held ég bara ónýt er að prófa að þrífa hana annars fer hún bara í ruslið það verður bara að hafa það. Maður græddi allavega á gærkveldinu og ekki má gleyma því að maður kommst á feitan séns í gær hélt hann ættlaði að éta mig var alltaf að reyna að kissa mig og læti sem sagt ef ég hefði ekki verið gift þá hefði ég fengið sleik í gær. Ég kom nú bara heim og fékk sleik í staðin hjá manninum mínum heppin ég:) En jæja dömur nú hef ég þetta ekki lengra því ég er stjörf af þreytu.

kveð að sinni   

hin svefnlausa

Ummæli (1) | Hafrún