Færslur frá 5. maí 2008

5. maí 2008

Alltaf í sleik og elska nóttina!

Ég hreinlega elska það að vaka frameftir. Þá er kyrrð hérna heima og ég get notið þess að vera ein með sjálfri mér og fengið mér að reykja þegar ég vil :D

Ég er að fara í fyrsta vorprófið mitt eftir 5 klukkutíma í geðheilsufélagsfræði. Ég kann ekki shitt í þessu og það eru sko fleiri kallar í þessari bók en heildarfjöldi fólks á íslandi. Svo geta þeir ekkert heitið neinum normal nöfnum sem maður getur munað… heldur heita þeir Mirowsky, Gove, Scheff, Durkheim og Phelan og eitthvað álíka rugl!!!!

Ég datt í það á föstudaginn. Ég er svo mikill asni. Kom ekki heim fyrr en að ganga 4 á laugardaginn, búin að sofa bara í 3 tíma… hmmm hvað var ég að gera… ekki gjaldgengt fyrir opinn vef :D

Já, ég hef annars ekki mikið að tjá mig um mitt innihaldsríka líf. Kannski að ég ætti að kynnast guði og rigningunni eins og Hafrún og þá hefði ég eitthvað að segja!!! Eeeen ég er ekki að fara til Englands að vinna eins og þið kannski vitið. Heldur fer ég 15 maí í nokkra daga til útlanda. Ég á miða til London 15 maí og fer þá til írlands til 22 maí. Þá fer ég til Dk á karnival í álaborg. Þar ætlum við Helga, Björg og Heidi að klæða okkur sem kynþokkafullar býflugur og tapa okkur í gleðinni. Á ekki miða heim, þannig að ég veit ekki hvað ég verð lengi. Ég er heldur ekki komin með vinnu í sumar svo þetta kemur bara allt í ljós.

Guð veri með ykkur elskurnar mínar knús og kram

Ummæli (1) | Sísí