12. maí 2008

Enn og aftur reykavíkurferð

Já þá er komið að enn einni ferðinni til rvk þetta fer nú að verða frekar þreytandi. En allavega þá kem ég á morgun þriðjudag og fer heim á fimmtudag ég kem bara ein þar sem ég er að fara til læknis upp á skaga á miðvíkudagsmorgun kl 8.Ég er að fara í legspeglun voða gaman og verð svæfð þannig að mín elskulega vinkona Dóra ættlar að koma með mér til að keyra mér í bæinn aftur því ég er svo að fara á hárgreiðslunámskeið á Fimmtudagskvöldið. Nenni ekki að fara heim til að keyra í bæinn daginn eftir þannig að maður verður bara rosa hress og kátur á miðvikudaginn jejejeje. En annars er það að frétta að maður er ennþá að kafna úr kvefi og bara frekar slappur ennþá. En mínar mestu gleðifréttir eru þær að nú getur fólk farið að koma í heimsókn án þess að fá brjálaðan hund á móti sér, Já Bella greiið er að fara í gröfina hún er alltaf að naga og eyðileggja eitthvað og það sem gerði útslagið var að hún borðaði reymarnar á nýju skónum mínum og ég var ekki kát með það þannig að hún verður að fara. Ég verð nú samt að viðurkenna það að mér er mein ílla við að láta drepa hana og á eftir að sakna hennar pínu en svona er þetta bara. En Alexandra mín heldur að Bella sé að fara í sveitina og að við getum aldrei séð hana aftur því hún er að fara að búa með öllum dýrunum get bara ekki sagt henni sannleikan því hann er svo ljótur.En allavega ég veit ekki hvort hún verði ennþá þegar ég kem heim aftur ég vona ekki. En jæja þá er best að hætta núna og guð veri með ykkur öllum. Hafið það gott og sjáumst á morgun hressar og kátar.

Ein í Bömmer

3 ummæli við “Enn og aftur reykavíkurferð”

  1. Ella Dís ritar:

    Þú getur alltaf hætt við…Láttu þér batna skvísa og hlakka til að kíkja með þér ´´a fund ef það gengur ;)

  2. alfheidur ritar:

    er sannleikurinn ljotur eda hundurinn hehe

  3. hafrún ritar:

    u sannleikurinn er ljótur álfheiður hundurinn var alveg ágætlega sætur