Færslur aprílmánaðar 2008

30. apríl 2008

í reykjavík

Jæja stelpur þá er maður í reykjvíkinni og fór á sgagann í dag í magaspeglun,það var frekar ógeðslegt. Fyrst var ég deyfð með einhverju ógeðslegu spreyi í hálsinn og þurfti að kíngja því hélt ég myndi æla í alvöru það er ábyggilega betra bragð af skít. En alla vega þá bauð hún mér lyf í æð því ég er svo klígjugjörn og ég allveg bara já, en svo sagði hún að ég mætti ekki keyra fyrr en eftir 4 til 6 tíma og þá fór ég að spyrja af hverju það var út af því að maður verður drukkinn af því og ég alveg eh ég má ekki fá það því ég er óvirkur alki og bara demmmmmmmmm, þannig að ég er bara ennþá edrú og í góðum fýling váaaaaaaa hvað ég hefði verið í góðu skapi eftir þetta lyf og hringt í alla sem ég þekki. En svona er að vera alki að maður varð bara aðkíla á þetta og ég kúaðist og kúaðist að ég hélt að ég myndi æla þessu öllu upp úr mér. En í ljós kom að ég er með bullandi magabólgur og svo fæ ég að vita út úr sýnunum sem voru tekin og blóðprufunum á þriðjudag get bara ekki beðið mér hlakka svo til hehehehe. En svo þegar við komum í bæinn og komin til tengdó þá fóru börnin í bað hjá ömmu og svo þegar þau voru búin þá tók amman Tristan og var að þurrka honum og var að knúsa hann eitthvað og viti menn haldið þið að hann hafi ekki kúkað á gólfið og Gústa steig í kúkinn og ég hló auðvitað alveg brjálað. Svo fórum við hjónin í bíó á made of honor og hún er æðisleg í allastði mæli eindregið með henni. En nú bíð ég bara góða nótt og hafið það rosagott elskurnar.

Munið að guð er með ykkur

ykkar reykjarvíkurtútta

Ummæli (3) | Hafrún

29. apríl 2008

saga saga

Einu sinni var lítil sæt stelpa sem heitir jósafína,húnvar svo lítil þegar hún fæddist að mamma hennar hélt að hún hefði sofið hjá dverg,en barnið var líka svart og mömmu hennar fannst voða skrítið að hafa sofið hjá svörtum dverg en svo komst hún að því að barnið var ekki svart heldur var hún bara svona brún og viti menn að mamma hennar og pabbi ættluðu að kaupa handa henni lítil föt og lítið rúm í dvergabúðinni en þá var hún farin á hausinn því það var ekkert að gera þar. Þannig að hún Jósafína fékk bara stórt rúm og foreldrarhennar tíndu henni alltaf í rúminu þannig að þau settu skókassa í rúmið svo þau findu hana. Svo stækkaði jósafína og varð að svona fallegri stelpu allir voru dolfallnir yfir henni og var foreldrum hennar boðið að taka þátt í úngbarafegurðarkeppni en nei þau vildu það ekki jú nema þau fengju borgað 3 milljónir fyrir það því þau voru svo fátæk og vildu græða peninga.

ath framhald seinna

Ummæli (1) | Hafrún

28. apríl 2008

alltaf jamf gaman að vera til

já stelpur það er alltaf gaman að vera til sko ég er bara í brjáluðu barnastússi þessa dagana sem er bara gaman sko. En alla vega ég er að fara í magaspeglun á miðvikudag og ég verð að segja það að mér kvíður nú bara smá fyrir. Maður fær bara einhverja deifingu í hálsinn eða eitthvað allavega ekki svæfður ojjjjjjjjjjj að þurfa að vera vakandi á meðan það er verið að troða myndavél í hálsin á manni. En allavega það eru bara ekki allir eins heppnir og ég því senn líður að vitnisburði:) Annars er ekkert búið að ské hjá mér neitt síðustu daga en ég bara bíð og bíð eftir að þið kíkið í heimsókn í sveitina til mín er nú farin að sakna ykkar pínu ég verð að viðurkenna það elskurnar. En allavega guð geymi ykkur og veri með ykkur þángað til og verið góðar við hvor aðra.

kossar og knús til ykkar frá mér

Ummæli (0) | Hafrún

prison break…múhahahha

Nei nei hvað er að gerast ég er að blogg hér :P allaveganna þá er náttla búið að vera svo brjálað að gera að það hefur bara enginn tími gefist til þess að blogga….allaveganna þá er gaman að sjá hvað hafrún er bara lang lang duglegust, gaman að því :)

Ég er hérna í skólanum eins og alltaf þegar að e´g kemst á netið, við eigum að vera að föndra eitthvað svona vatnsdæmi, svona handlaugar….til að þvo sér um hendurnar en samt að spara vatnið já já bla bla ég veit…. ekki mjög áhugavert kanski fyrir ykkur en þetta er nú samt kanski solltið kúl….!

ÉG var samt í fríi núna um helgina sem að var alveg gegt næs, tíminn var notaður í að þrífa íbúðina haátt og lágt svo var drukkið rauðvín og bjór, fórum í bæinn til að fara á léttsveit reykjavíkur…..uuurrg þegar að við vorum komnar þangað sem að já takk fyrir tekur alveg 45 mín ferðalag þá bara æi sorry sýningin var í gær hún var færð til…….!!!!! þannig að við vorum bara ohhhh fórum á kaffihús og bara gegt súrar….fórum heim og átum snakk og súkkulaði eins og við gátum í okkur látið….

Jæja elskurnar hafið það gott sakna ykkar gegt mikið, knús á alla og líka litlu baunina inni í steinku :P

knús knsús frá geðveiku Berlín……

Já ekki má gleyma að við erum náttla að plana hérna brjálað prison break dæmi…æi skýri það betur út fyrir ykkur seinna þegar  að ég hef tíma….:S

love Álfheiður….eða álfí eins og ég er kölluð af ÖLLUM núna….!!!!

Ummæli (2) | Álfheiður

25. apríl 2008

Sumarið komiðí sveitinni

já jæja þá er sko Sumarið potttétt komið það er búið að vera alveg geggjað veður síðustu daga fyrir utan smá rigningu í gær en það er gott fyrir gróðurinn. En ég er bara rosa ánægð með lífíð og tilveruna. Já og ég bjó mér til nýja bloggsíðu í gær ef þið viljið kíkja á hana. það er elvanv.blogg.is. Bara að prófa þetta svona ein hún verður með aðeins öðruvísi hlutum en hér kannski meira um fjölskylduna og svoleiðis en jæja hafið það gott og Guð passar upp á okkur.

kveðja úr sveitinni

Ummæli (0) | Hafrún

23. apríl 2008

úldin hundur

já stelpur maður er að innan eins ogbaður hafi borðað úldin hund Halldóra þú mannst þegar við þurftum að opna glugga á bílnum til að geta andað þetta er verra. HEHEHE. En jæja haldið þið að við hjónakornin höfum ekki líf og slysatryggt okkur í dag jú jú og fórum í annað tryggingarfélag vegna þess að þeir buðu okkur 100.000 kr lækkun á venjulegri triggingu þannig að við bættum við þessum 2 tryggingum og erum að borga svipað og áður ef ekki minna já maður gerði kosta kaup í dag. En ég skal sko seigja ykkur það að sumarið er sko komið hér í sveitinni og ekkert smá sæla í gangi, Guð er pottþétt með okkur þessa dagana og brosir niður til okkar. En þetta er svo mikið bull og vitleysa þessar tryggingar að það er ekki fyndið hvernig er hægt að hafa svona mikin mun bara skil þetta ekki og já ef þið eruð með viðbótarlífeyrissparnað hjá Vista þá skulið þið skipta strax hann er í bullandi mínus já já við skiptum í Allias eða eitthvað þannig þið skiljið því þá komum við alltaf út í plús. En jæja elskurnar það er gaman að vera til á svona sólríkum dögum og gera ekki neitt nema þurka rykið og rygsuga heima hjá sér en þetta er svona ekki fer það sjálft. En samt ég er að vera geðveik á þessu ryki því ég þarf að þurka af á hverjum degi því annars er ekki eins og ég hafi þurkað af í mánuð alveg ótrúlegt. Jæja elskurnar það er best að fara að gera eitthvað af viti. Guð og gæfan veri með ykkur og hafið það gott, P:S munið að fara með faðirvorið áður en þið farið að sofa þá sofið þið betur.

kveðja úr rykinu 

Ummæli (3) | Hafrún

Nei hæ

Ég er alveg tótallí að sökka í þessu bloggi eins og fyrri daginn. Nú spyr sig margur, ha? Sísí vakandi klukkan 6:39 að morgni!! Já, hún er ekki farin að sofa. En jú, ég er sko komin á fætur.

Ég vaknaði klukkan 5:45 í morgun. “Sísí viltu blanda”. Ég var ekkert smá rugluð í hausnum og sagði við bróður minn að blanda bara aðeins sterkara. “Nei, Sísí viltu blanda. Þú veist ekki hversu oft ég hef farið á fætur fyrir þig”. Bróðir minn var s.s. að fara að dimmitera. Ég fór á fætur stuttu seinna. Blandaði margfaldan bacardi lemon í sprite. Bróðir minn bað mig um að smakka hann til. Nei, lét hann nú bara um það sjálfan. Skutlaði honum svo heim til vinar síns og þar situr litli karlinn núna, í ljósbláum kærleiksbjarnabúning og sötrar áfengi!

En ein svona skemmtileg saga. Við fórum á Select á leiðinni heim til vinar hans. Ég skipaði honum að fá sér eitthvað í gogginn áður en hann færi að drekka. Svo fer hann á kassann og segir: “eina pylsu takk”, og konan svarar “klukkan hvað”… bróðir minn bara haaaaaaa…. “bara eina pylsu núna”…. ein aðeins smá utan við sig ætlaði að segja “eitthvað fleira”.

Ummæli (0) | Sísí

22. apríl 2008

koma svo stelpur þið eruð alveg dauðar.

jæja stelpur hvernig væri að fara að blogga? En allavega ekkert búið að ské nema ég gleymdi að rita hérna á sunnudaginn að Lalli lögga fyrverandi þið vitið pabbi elmars. Allavega hann var tekin á laugardaginn um kvöldið af löggunni fyrir ölvunarakstur,loksins loksins kemur að því að hann er tekin hann er víst alltaf að keyra undir áhrifum þegar hann er búin að kokka. jæja elskurnar hafið það gott.

kveð að sinni og endilega látið í ykkur heyra hérna á blogginu.

Ummæli (3) | Hafrún

21. apríl 2008

dugnaður og aftur dugnaður

jæja skvísur þá er sumarið komið í sveitinni já ég fór út áðan að þrífa bílinn að innan og utan,teppin og allt saman geggjað dugleg maður. Svo þegar mín ættlaði að fara að bóna þá þurfti auðvitað að koma rigning en ekki hvað,auðvitað fær maður ekki að klára það sem maður er byrjaður á. Ég geri bara aðra tilraun á morgun. En annars allt gott að frétta hérna og bara rosa þreytt ennþá eftir laugardaginn og læti. Hef bara ekkert heirt í sénsinum mínum alveg ótrúlegt maður ég fer nú bara að gráta :) hehehe eða hitt þó bara klikkað fólk í heiminum. En jæja munið að elska ykkur sjálf og brosa framan í heiminn því þið vitið hvað heimurinn gerir þá

Guð veri með ykkur elskurnar og hafið það gott

kveð að sinni klikkhausinn

Ummæli (0) | Hafrún

20. apríl 2008

búin að sofa í tvo tíma

jæja dömur mínar það er orðið langt síðan ég fór að sofa klukkan 5 vá ég fór semsagt að vinna á ABBA sjóinu í gærkveldi kl 7 og átti að vera til 11. En svo fór ein heim sem var í vinnu hjá Unni og þá spurði hún mig hvort ég nennti að vinna og mín bara ekkert mál. En viti menn þegar ég svo kom heim var ég alveg búin í fótunum enda búin að standa frá sjö um kvöldið og til 4. Gat ekki sofnað þegar ég kom heim svo vaknaði Tristan kl 7 geggjað fjör. Vá hvað fólk getur verið ógeðslega fullt og leiðinlegt bara óþolandi en svona er þetta. Í þokkabót þá kom ég angandi af áfengisfýlu heim búin að fá margar tegundir yfir mig og gaman.Skirtan mín sem er hvít fékk rauðvín yfir sig þannig að hún er held ég bara ónýt er að prófa að þrífa hana annars fer hún bara í ruslið það verður bara að hafa það. Maður græddi allavega á gærkveldinu og ekki má gleyma því að maður kommst á feitan séns í gær hélt hann ættlaði að éta mig var alltaf að reyna að kissa mig og læti sem sagt ef ég hefði ekki verið gift þá hefði ég fengið sleik í gær. Ég kom nú bara heim og fékk sleik í staðin hjá manninum mínum heppin ég:) En jæja dömur nú hef ég þetta ekki lengra því ég er stjörf af þreytu.

kveð að sinni   

hin svefnlausa

Ummæli (1) | Hafrún