Færslur aprílmánaðar 2008

8. apríl 2008

Smá byrjendavandamál

Það þurfti víst að samþykkja öll comment á bloggið svo að kommentið frá Álfheiði við mína færslu hérna niðri kom ekkert inn. Ég breytti þessu svo að nú ætti það að koma sjálfkrafa.

En allavega hún býr við alvarlega fötlun, eins og hún segir í commentinu, svo að ég ákvað bara að breyta í einhvern annan bakgrunn. Ómögulegt að vera að blogga fyrir pussuna í Berlín sem getur svo ekki lesið þetta…

Ég bætti líka við svona flokkadrasli. Þannig að þegar þið skrifið blogg veljið þið vinstra megin hver er að skrifa :)

Ég var að koma af næturvakt og er að kálast úr þreytu. Klukkan er 9 og ég á að mæta í skólann klukkan 10 og vera til 4, mæta svo á námskeið klukkan 17-21 og svo aftur í vinnuna klukkan 23 15. Ég ætla að sleppa því að mæta í skólann og mæta bara á námskeiðið og vinnu. Er ekki alveg að meika að vaka í 40 tíma.

Kv. Sísí

Ummæli (0) | Sísí

7. apríl 2008

komin í sveitina á ný

hæ hæ elskurnar nú þykist ég ættla að fara að blogga með ykkur hérna. Já kraftaverkin gerast enn hehe.En ég er sem sagt komin í ólafsvíkina aftur eftir langa Reykjavíkurferð. Já við hjónakornin lenntum heldur betur í því áttum að fara í fermingu á sunnudaginn og komum í bínn til þess og ég að fara til læknis. En við komumst aldrei í veisluna því við enduðum bæði bara með upp og niður rosagaman eða hitt þó kallinn minn var ekkert glaður því hann kom bara í bæinn til að fara í veisluna hann hatar að fara til rvk meðan ég elska það. En alltaf gaman að koma heim já eða ekki núna því eins og þið vitið þá á ég hund sem ég þoli ekki og þegar við komum heim þá var hann búinn að éta gat á gólfdúkinn niðri í stigagangi já gatið var frekar stórt helvítið hún bella. en jæja látum þetta gott heita í bili svona í fyrsta skipti .

upp og niður kveður

Ummæli (1) | Hafrún

Pulsur og ís

sælar allar saman Dóra hérna, er stödd í skólanum núna og mér langaði nú að skvetta inn nokkrum orðum.

Er allt að verða crazy, bara einhver börn að finna eiturlyf og eldur í hesthúsi ööössss…. það er sko meira að gerast hérna það eru hálkubletir og fólk er bara að byrgja sig upp á bílflautum það er bara ekki hægt að kaupa þær hérna á klakanum.

En það sem íslendingar hafa fram yfir annað fólk að það er mótmæli og þegar íslendingar mótmæla þá eru allir vinir og fá pulsur og ís.

Dóra íslendingur kveður

Ummæli (1) | Dóra

4. apríl 2008

Fyrsta bloggið mitt

Ég var að enda við að tala við Álfí og hún er bara við það að leggja af stað uppá flugvöll. Hún kom líka og kvaddi mig í morgun og ég náði alveg að halda kúlinu þangað til hún var farin. Þá helltust tárin niður kinnarnar mínar af því að ég vorkenndi mér svo mikið að vera eftir á klakanum :)

Við verðum fljótlega að plana skype hitting.

Sísí

Ummæli (3) | Sísí

3. apríl 2008

Álfí er að fara

Á morgun mun Álfí yfirgefa klakkan og halda til Berlínar að gera hvað já ég er ekki alveg með það á hreinu…

En góða ferð eskan

Love Dóra Pönk

Ummæli (0) | Dóra