Færslur undir „Sísí“

5. maí 2008

Alltaf í sleik og elska nóttina!

Ég hreinlega elska það að vaka frameftir. Þá er kyrrð hérna heima og ég get notið þess að vera ein með sjálfri mér og fengið mér að reykja þegar ég vil :D

Ég er að fara í fyrsta vorprófið mitt eftir 5 klukkutíma í geðheilsufélagsfræði. Ég kann ekki shitt í þessu og það eru sko fleiri kallar í þessari bók en heildarfjöldi fólks á íslandi. Svo geta þeir ekkert heitið neinum normal nöfnum sem maður getur munað… heldur heita þeir Mirowsky, Gove, Scheff, Durkheim og Phelan og eitthvað álíka rugl!!!!

Ég datt í það á föstudaginn. Ég er svo mikill asni. Kom ekki heim fyrr en að ganga 4 á laugardaginn, búin að sofa bara í 3 tíma… hmmm hvað var ég að gera… ekki gjaldgengt fyrir opinn vef :D

Já, ég hef annars ekki mikið að tjá mig um mitt innihaldsríka líf. Kannski að ég ætti að kynnast guði og rigningunni eins og Hafrún og þá hefði ég eitthvað að segja!!! Eeeen ég er ekki að fara til Englands að vinna eins og þið kannski vitið. Heldur fer ég 15 maí í nokkra daga til útlanda. Ég á miða til London 15 maí og fer þá til írlands til 22 maí. Þá fer ég til Dk á karnival í álaborg. Þar ætlum við Helga, Björg og Heidi að klæða okkur sem kynþokkafullar býflugur og tapa okkur í gleðinni. Á ekki miða heim, þannig að ég veit ekki hvað ég verð lengi. Ég er heldur ekki komin með vinnu í sumar svo þetta kemur bara allt í ljós.

Guð veri með ykkur elskurnar mínar knús og kram

Ummæli (1) | Sísí

23. apríl 2008

Nei hæ

Ég er alveg tótallí að sökka í þessu bloggi eins og fyrri daginn. Nú spyr sig margur, ha? Sísí vakandi klukkan 6:39 að morgni!! Já, hún er ekki farin að sofa. En jú, ég er sko komin á fætur.

Ég vaknaði klukkan 5:45 í morgun. “Sísí viltu blanda”. Ég var ekkert smá rugluð í hausnum og sagði við bróður minn að blanda bara aðeins sterkara. “Nei, Sísí viltu blanda. Þú veist ekki hversu oft ég hef farið á fætur fyrir þig”. Bróðir minn var s.s. að fara að dimmitera. Ég fór á fætur stuttu seinna. Blandaði margfaldan bacardi lemon í sprite. Bróðir minn bað mig um að smakka hann til. Nei, lét hann nú bara um það sjálfan. Skutlaði honum svo heim til vinar síns og þar situr litli karlinn núna, í ljósbláum kærleiksbjarnabúning og sötrar áfengi!

En ein svona skemmtileg saga. Við fórum á Select á leiðinni heim til vinar hans. Ég skipaði honum að fá sér eitthvað í gogginn áður en hann færi að drekka. Svo fer hann á kassann og segir: “eina pylsu takk”, og konan svarar “klukkan hvað”… bróðir minn bara haaaaaaa…. “bara eina pylsu núna”…. ein aðeins smá utan við sig ætlaði að segja “eitthvað fleira”.

Ummæli (0) | Sísí

15. apríl 2008

Hæ alles

Vá hvað þetta er fín mynd. Ég man bara alls ekkert eftir því að Hafrún hafi verið á staðnum þegar hún var tekin ;)

Það var svaka djamm hjá mér um helgina. Á föstudeginum fór ég út með frænkum mínum. Það var rosa gaman. Byrjuðum á kofanum og fórum svo á Celtic. Þar fór ég í sleik og stakk af. Á leiðinni heim hitti ég danska hermenn sem voru í höfn í Reykjavík. Þegar þeir sögðu mér að þeir væru danskir brá ég sko heldur betur á leik og talaði þessa rosalega reiprennandi dönsku með hreim og alles. Þeir voru bara what… ert þú frá Íslandi, ertu viss um að þú sért ekki dani???? Þeir buðu mér svo að vera skipamella daginn eftir og kíkja á skipið til sín og drekka frítt. Hermenn eru bara svo helvíti sexy að ég hefði sko aldeilis labbað út með almannagjána á milli lappanna hefði ég farið. Svo ég sleppti því bara.

Á laugardeginum var ég svo ein heima. Hafdís, Steinunn, Gunni og Helga kíktu við. Ég og Hafdís vorum að fá okkur í glas og vorum ekkert rosalega fullar þegar við komum niðrí bæ. Helga keyrði okkur á Celtic Cross. Það var ekkert rosalega mikil gleði niðrí bæ til að byrja með en svo hitnaði bara aldeilis í kolunum. Kellingin var með rauðglóandi síma, sms í tíma og ótíma frá heitum karlmönnum og þar sem ég vildi ekki gera upp á milli þeirra og velja, þá var það bara fyrstur kemur fyrstur fær. Hitti Ragga á Hressó og hann var þar með kærustunni og fleiri vinum. Gaman að hitta hann loksins og fá að sjá Raggadans. Tók nokkur dansspor með þeim og tvo snúninga. Eftir þetta mætti svo fyrsti riddarinn á svæðið og ég fór í sleik.

Lærdómurinn af þessu bloggi var sá að ég fór tvisvar í sleik um helgina og það við menn sem eru eldri en 21 árs hehehehe… Hafði bara mjög lítið að blogga um svo að þessi ómerkilegi pistill var valið.

Ummæli (3) | Sísí

8. apríl 2008

Smá byrjendavandamál

Það þurfti víst að samþykkja öll comment á bloggið svo að kommentið frá Álfheiði við mína færslu hérna niðri kom ekkert inn. Ég breytti þessu svo að nú ætti það að koma sjálfkrafa.

En allavega hún býr við alvarlega fötlun, eins og hún segir í commentinu, svo að ég ákvað bara að breyta í einhvern annan bakgrunn. Ómögulegt að vera að blogga fyrir pussuna í Berlín sem getur svo ekki lesið þetta…

Ég bætti líka við svona flokkadrasli. Þannig að þegar þið skrifið blogg veljið þið vinstra megin hver er að skrifa :)

Ég var að koma af næturvakt og er að kálast úr þreytu. Klukkan er 9 og ég á að mæta í skólann klukkan 10 og vera til 4, mæta svo á námskeið klukkan 17-21 og svo aftur í vinnuna klukkan 23 15. Ég ætla að sleppa því að mæta í skólann og mæta bara á námskeiðið og vinnu. Er ekki alveg að meika að vaka í 40 tíma.

Kv. Sísí

Ummæli (0) | Sísí

4. apríl 2008

Fyrsta bloggið mitt

Ég var að enda við að tala við Álfí og hún er bara við það að leggja af stað uppá flugvöll. Hún kom líka og kvaddi mig í morgun og ég náði alveg að halda kúlinu þangað til hún var farin. Þá helltust tárin niður kinnarnar mínar af því að ég vorkenndi mér svo mikið að vera eftir á klakanum :)

Við verðum fljótlega að plana skype hitting.

Sísí

Ummæli (3) | Sísí