18. apríl 2008

Saga dagsins

Einu sinni var kona sem var að keyra í bílnum sínum og svo sá hún flugu og viti menn, haldiði að hún hafi ekki bara kramið flugufjandann:)!!!!!

p.s var að tala við sisí í símann, hún hringir frítt í mig eins og er,
jæja njótið helgarinnar og akið á guðs vegum í umferðinni.

Ummæli (2) | Steinunn

16. apríl 2008

Að fara að leggja í hann

´Jæja þá er maður að fara að fara að leggja í hann ég er að fara að veseinast alveg helling með mömmu í dag það verður voða fínt bara svo ættla ég að kíkja á ykkur stelpurnar maður voða fjör´. Það er eins gott fyrir ykkur að vera hressar og kátar. Jæja ég byrjaði morguninn á að mála og svo var ég að klára 3 umferðina núna gerði eina í gær það var svo ógeðslega bleikur veggur að ég ákvað að mála þangað til að ekkert glitti í gegn vona að þetta dugi. En annars er bara allt gott að frétta af mér og mínum og hef það rosa gott alveg frábært halelúja fyrir því. Munið að elska friðinn og ykkur sjálf.

stuðkveðja haffa 

Ummæli (1) | Hafrún

15. apríl 2008

reykjarvíkurferð

jæja þá er að koma að því að ég komi í rvk með múttu minni og já ég skil grislingana eftir hjá óskari og ættla að kíkja kannski bara í bíó. Ég er náttúrulega orðin svo gömul að ég kem ábyggilega með teygjubindi á báðum því gigtin er alveg að fara með mann. Annars var maður bara að mála aðeins í dag og gera endanlega útaf við sig en svona er þetta hlutirnir gerast ekki sjálfir. já og svo þegar sísi var að tala um celtic cross vá hvað komu ekki upp góðar minningar frá þeim stað því þegar ég var að fagna 20 ára afmælinu mínu flaug ég svo hrottalega á hausinn fyrir utan staðinn þegar við vorum að fara af honum og ég varð eins og fílamaðurinn ef þþið skilduð vera búin að gleyma því já það er ekki að ástæðulausu að ég er óvirkur alki í dag og bullandi AA manneskja hehehehehe þsnnig að ég skála við ykkur í malti

hafið það gott elskurnar og guð veri með ykkur.

alltaf bullandi hamingja hér

kveðja haffa

Ummæli (1) | Hafrún

jæja stelpur

Dóran er búin að ver sick í tvo daga búin að drulla upp á bak.  Ég er farin að tala mikið við sjálfa mig því ég er ekki mikið búin að sofa, en ég er nú samt með slatta af gleði.  Fór í partý á laugardaginn með fullt af liði frá Vestmanneyjum og ég varð aldrei almenilega full þanig ég fór heim kl 2:00 einginn sleikur hjá mér þessa helgi eins og hjá Sísí.

Ég var að heyra það að fólk væri víst alveg að fara af límingunum yfir bandi hans bubba fokk pípól get a life.

Ég fór með drekann í skoðun í seinustu viku og ég fék bara grænanmiða því skoðunar fíblið var ekki að fíla nýju sport útgáfuna af bílnu.

Og halló Fólk er líka að fríka út útaf Blöndt dúdanum sem er að koma það er sama liði sem fer á þetta og elskara MC neger

Ljóð dagsins fyrir ykkur pussur

Prump og piss 2005  
Menn arta tíðum prump og piss
og pæla ekkert í hvernig fer.
Það er ekki nóg að vera viss,
þú verður að standa “sikker.”

Einar Sigfússon.
1942-

 

Ummæli (1) | Dóra

Hæ alles

Vá hvað þetta er fín mynd. Ég man bara alls ekkert eftir því að Hafrún hafi verið á staðnum þegar hún var tekin ;)

Það var svaka djamm hjá mér um helgina. Á föstudeginum fór ég út með frænkum mínum. Það var rosa gaman. Byrjuðum á kofanum og fórum svo á Celtic. Þar fór ég í sleik og stakk af. Á leiðinni heim hitti ég danska hermenn sem voru í höfn í Reykjavík. Þegar þeir sögðu mér að þeir væru danskir brá ég sko heldur betur á leik og talaði þessa rosalega reiprennandi dönsku með hreim og alles. Þeir voru bara what… ert þú frá Íslandi, ertu viss um að þú sért ekki dani???? Þeir buðu mér svo að vera skipamella daginn eftir og kíkja á skipið til sín og drekka frítt. Hermenn eru bara svo helvíti sexy að ég hefði sko aldeilis labbað út með almannagjána á milli lappanna hefði ég farið. Svo ég sleppti því bara.

Á laugardeginum var ég svo ein heima. Hafdís, Steinunn, Gunni og Helga kíktu við. Ég og Hafdís vorum að fá okkur í glas og vorum ekkert rosalega fullar þegar við komum niðrí bæ. Helga keyrði okkur á Celtic Cross. Það var ekkert rosalega mikil gleði niðrí bæ til að byrja með en svo hitnaði bara aldeilis í kolunum. Kellingin var með rauðglóandi síma, sms í tíma og ótíma frá heitum karlmönnum og þar sem ég vildi ekki gera upp á milli þeirra og velja, þá var það bara fyrstur kemur fyrstur fær. Hitti Ragga á Hressó og hann var þar með kærustunni og fleiri vinum. Gaman að hitta hann loksins og fá að sjá Raggadans. Tók nokkur dansspor með þeim og tvo snúninga. Eftir þetta mætti svo fyrsti riddarinn á svæðið og ég fór í sleik.

Lærdómurinn af þessu bloggi var sá að ég fór tvisvar í sleik um helgina og það við menn sem eru eldri en 21 árs hehehehe… Hafði bara mjög lítið að blogga um svo að þessi ómerkilegi pistill var valið.

Ummæli (3) | Sísí

14. apríl 2008

brálað að gera í sveitinni

j´ja elskurnar þá er maður byrjaður að dekkurreyta eins og svo oft.En núna var maður að rífa gólfdúkin af í stigaganginum eftir að hundurinn át hann og ættla að setja flísar og er það ekki alveg tíbískt að þegar maður er að fara að gera eitthvað þá vantar eitthvað smá já okkur vantaði þrjár flísar þannig að við ættlum að bíða með að gera þetta þangað til ég er búin að koma í bæinn og kaupa restina. Já ég er að koma í höfuðborgina á miðvikudag með ástkærri móður minni hún er að fara í atvinnuviðtal hjá landsbankanum já kellingin ættlar að reyna að gerast gjaldkeri hehehe. Ég kem nú bara ein í þetta skiptið án barna og eiginmanns þannig að það er lúgsus og ættla ég að mála bæinn rauðan. Já og ég er að fara með barnadót til Steinunnar fyrir littla bububúan hennar oh æðislegt að geta losað sig við eitthvað að þessu þar sem maður er steinhættur að eiga börn. Er að spá hvort ég eigi að fara til miðils þegar ég fer í bæinn endilega látið þið mig vita ef þið hafið prófað það.og já loksins mer ég búin að rífa helvítis veggfóðrið að veggnum þá´á bara eftir að klæða veggina með spítum og mála jibbi það verður gaman. En jæja elskurnar ég kveð að sinnni og hafið það gott.

Elska ykkur allar já mikil gleði í hjarta mínu í dag. kossar og knús til ykkar.

Ummæli (3) | Hafrún

9. apríl 2008

treyta

saelt veri folkid loksins :P

tad er svo brjalad ad gera her a tessum bae tannig ad tad eigi orugglega ekki eftir ad koma oft faerslur fra mer allaveganna ekki svona i byrjun a medan madur er ad komast inn i tetta allt.

tetta er svo mikid brjaladi herna, eg er buin ad heyra adeins of mikid af vondum hlutum af tessu felagi :(   sem er nu kanski ekki alveg nogu gott. en what ever eg a samt eftir ad geta laert svo mikid fra tessu…..”!

jaeja nog um tad.

Ibudin okkar er alveg aedisleg, vid erum 2 fra islandi og svo eru 2 strakar svo tyskalandi, okkur kemur ollum mjog vel saman. Enda vaeri annad nu skritid eftir svona litinn tima hehe kanski verdum vid farin ad hnakkrifast eftir nokkrar vikur.

en ok eila ta er eg svoooooooo treitt nuna og alveg heilalaus og a eftir ad taka 2 lestar og einn straeto og labba sma spotta til ad komast heim til min sem ad tekur klukkutima og 15 min. (eg tarf ad ferdast tad a morgnanna og svo aftur heim a kvoldin ) tannig ad eg er ad spa i ad fara heim til min og leggjast i bad eda eikkad eg get valla setid er svo illt i bakinu.

jaeja elskurnar love you all….!

knuses….

Ummæli (4) | Álfheiður

hakk og pasta

Júbb go´dag alle sammen
þá er best að drita niður nokkrum orðum hér:)

Heimilið mitt er í rúst, ekkert gólfeni á gólfum hér og það er ferlega ógeðslegt, allir inná skónum og læti:) júhú

Í morgun er ég búin að vera ýkt dugleg, fór niðrí slippfélag að skipta málningu sem ég keypti í gær því ég fékk vitlaust afgreitt (alveg týpist!!) og svo málaði ég alveg heilan helling. Alveg sjálf og alein prílandi upp í stiga til að skera loftið og læti maður. og svo fór ég í sturtu og er núna að borpa hakk og pasta í spagettísósu með lauk og papríku út í síðan í kvöldmatnum í gær og drekka kók með,,,, en ekki hvað.
Jæja kveð að sinni, er að fara í vinnuna. kveðja Steinunn

p.s Álfheiður ég skora á þig að koma með næstu bloggfærslu!!!!!! :)

Ummæli (2) | Steinunn

8. apríl 2008

rólegheit í sveitinni

Já það er nú meiri rólegheitin hér í sveitinni alltaf ekkert að gerast og bara lífið gengur sinn vanagang. En ég tók mig til í dag að þrífa stigagangin hjá mér í dag eftir hundinn því það var rifinn gólfdúkur út um allt. Já og viti menn haldið þið ekki að maður sé byrjaður að borða hollan mat spelt pasta með grænmeti og trópí að drekka með já já kraftaverkin gerast sko enn í mínu lífi.Svo er aldrei að vita nema maður taki göngutúr á eftir. En jæja nóg af bulli núna.

kveð að sinni heilsufríkin

Ummæli (4) | Hafrún

Smá byrjendavandamál

Það þurfti víst að samþykkja öll comment á bloggið svo að kommentið frá Álfheiði við mína færslu hérna niðri kom ekkert inn. Ég breytti þessu svo að nú ætti það að koma sjálfkrafa.

En allavega hún býr við alvarlega fötlun, eins og hún segir í commentinu, svo að ég ákvað bara að breyta í einhvern annan bakgrunn. Ómögulegt að vera að blogga fyrir pussuna í Berlín sem getur svo ekki lesið þetta…

Ég bætti líka við svona flokkadrasli. Þannig að þegar þið skrifið blogg veljið þið vinstra megin hver er að skrifa :)

Ég var að koma af næturvakt og er að kálast úr þreytu. Klukkan er 9 og ég á að mæta í skólann klukkan 10 og vera til 4, mæta svo á námskeið klukkan 17-21 og svo aftur í vinnuna klukkan 23 15. Ég ætla að sleppa því að mæta í skólann og mæta bara á námskeiðið og vinnu. Er ekki alveg að meika að vaka í 40 tíma.

Kv. Sísí

Ummæli (0) | Sísí